Fagleg þjónusta á sviði vinnusálfræði

Helst er þar að nefna samskiptamál, eineltis- og hópeltismál auk vinnustaðagreininga, áhættumats vegna sálfélagslegra þátta á vinnustöðum, stjórnendaráðgjöf og einstaklingsráðgjöf

Þjónusta

Fyrirtækjaráðgjöf

Officium býður uppá fjölbreytta og faglega ráðgjöf fyrir fyrirtæki. Þá má helst nefna: 

Einstaklingsráðgjöf og sálfræðimeðferð

Við erum sérfræðingar í eineltismálum og vanlíðan fólks á vinnustöðum. Við bjóðum upp á einstaklinsgviðtöl í formi „Career Coaching“ ásamt fræðslu til einstaklinga um orsök og afleiðingar eineltis og ýmis bjargráð í því ferli. Mælt er með að þolendur eineltis/hópeltis fái viðeigandi sálfræðimeðferð hjá meðferðaraðila sem þekkir vel til þeirra mála. Við hjá Officium bjóðum upp á klínískar sálfræðimeðferðir vegna vinnutengdra mála og er í samvinnu við Áfalla-og sálfræðimiðstöðina.

Fræðsla og námskeið

Officium býður upp á fræðslu varðandi samskiptamál, eineltis/hópeltismála, kulnunar í starfi og svo sérsniðin námskeið sem vinnuveitandi telur þörf á að flytja á sínum vinnustað.

Námskeið í boði eru námskeið fyrir stjórnendur og mannauðssérfræðinga um hvernig hægt er að greina á milli eineltis/hópeltis eða samskiptavanda.

 

Um okkur

Hildur Jakobína Gísladóttir

Hildur Jakobína Gísladóttir er eigandi og stofnandi Officium en hún stofnaði fyrirtækið ásamt Brynju Bragadóttur, Doktors í vinnusálfræði árið 2015. 

Hildur hefur margvíslegann bakgrunn og hefur unnið sem stjórnandi í Félagsþjónustu (félagsmálastjóri) í 7 ár og sem forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum á árunum 2017 – 2022. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði frá Háskólanum í Utrecht í Hollandi og Háskóla Íslands, hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnendamarkþjálfun (Executive coaching) frá Háskólanum í Reykjavík og hefur réttindi sem stjórnendaþjálfi hjá Leadership Management International (LMI). Að auki hefur Hildur Jakobína lokið mastersgráðu í Vinnusálfræði (Behavioral and Organizational Psychology) frá Háskólanum í Lubeck og London Metropolitan University.

Námskeið 2024

Nokkur námskeið og fræðsla eru á döfinni á vorönn 2024 hjá Officium og skráning byrjar á milli jóla og nýárs

SJÁ NÁNAR »

Námskeið á döfinni

Online námskeið: Vinnustaðaeinelti, orsakir, afleiðingar og bjargráð hefst 20.janúar 2024. íslenskir vinnustaðir – námskeið fyrir erlenda atvinuleitendur hefst 3.febrúar 2024

SJÁ NÁNAR »