Eineltisúttektir

Einelti er ein tegund ofbeldis. Það er flókið málefni með margar hliðar. Þessar hliðar geta legið í persónugerð einstaklings eða verið af félagslegum eða stjórnunarlegum toga.  Annars vegna einstaklings eða einstaklinga sem leggur/leggja annan einstakling í einelti (bullying) eða hópelti (mobbing) þar sem stjórnunarlegir þættir og aðrir þættir í menningu eða starfsheildinni ýta undir að einelti eigi sér stað á vinnustaðnum. Það síðarnefnda á sér stað þegar fleiri en einn einstaklingar leggja annan einstakling eða annan hóp í einelti. Erfitt getur verið að greina hvort um einelti eða samskiptavanda sé að ræða en munurinn felst í ofbeldi þar sem annar einstaklingur er í yfirburðastöðu gagnvart hinum.
 

Rannsóknir frá USA sýna að 70% þeirra sem leggja í einelti eru yfirmenn. Officium mælir því með að utanaðkomandi aðili meti hvort um einelti sé að ræða í ljósi alvarleika slíkra mála.  Það er ekki hlutverk mannauðsdeildar eða mannauðsstjóra þar sem þeir aðilar eru hluti af framkvæmdastjórn vinnustaða og fyrirtækja og geta því ekki talist vera hlutlausir. Þetta er mjög brýnt.
 

Tilkynna þarf eineltismál/samskiptavanda til Vinnueftirlits ríkisins á þar til gerðu eyðublaði. Ráðgjafar Officium greina hvort sé um að ræða einelti eða samskiptavanda og koma með tillögur að lausnum þegar vandinn hefur verið greindur. Officium telur afar mikilvægt að taka á rót vandans og vinnur lausnarmiðað í eineltismálum. 
 

Einelti hefur alvarlegar afleiðingar á einstaklinga og vinnustaði og er vandamál sem hverfur ekki af sjálfu sér.

 

Hringdu í síma 519-7979 eða sendu okkur póst til að fá frekari upplýsingar.