Forvarnir/áhættumat

Sálfélagslegir áhættuþættir á vinnustað eru þættir í starfsumhverfinu sem hafa áhrif á líðan, heilsu og árangur starfsmanna og jafnvel afkomu fyrirtækja. Samkvæmt vinnuverndarlögunum er atvinnurekendum skylt að gera mat á slíkum þáttum. Officium leggur ríka áherslu á forvarnir til að tryggja heilbrigðan vinnustað og minnka líkur á að einelti geti átt sér stað á vinnustaðnum. 


Dæmi um áhættuþætti eru óljós markmið skortur á stuðningi, óljós hlutverk (role ambiguity) og skortur á endurgjöf. Afleiðingar þessara þátta geta til dæmis verið streita og andleg vanlíðan, verri starfsandi og verri þjónusta.
 

Officium býður upp á aðstoð við framkvæmd áhættumats og ráðgjöf í kjölfar mats. Í ráðgjöf er horft til þess hvernig hámarka megi öryggi og vellíðan starfsmanna og minnka líkur á að einelti geti átt sér stað á vinnustaðnum. Einnig bjóðum við upp á gerð forvarnaráætlun sbr. 5.gr reglugerðar um einelti á vinnustað.
 

Ávinningur af því að tryggja heilbrigt starfsumhverfi: Aukin ánægja og tryggð starfsmanna; Aukin afköst; Bætt þjónusta; Minni fjarvistir; Minni starfsmannavelta o.fl. 

 

Hringdu í síma 519-7979 eða sendu okkur póst til að fá frekari upplýsingar.