Kulnun í starfi

Ertu þreytt/ur, úrvinda og með þverrandi starfslöngun? Niðurstöður rannsókna sýna að kulnun í starfi fer vaxandi og sérstaklega hjá yngra fólki. Hefur þú sem stjórnandi áhyggjur af kulnun þinna starfsmanna? Viltu efla forvarnir á því sviði?

 

Kulnun er ekki sjúkdómur eins og t.d. þunglyndi heldur samsafn einkenna sem fyrst og fremst snerta vinnusviðið. Afleiðingar kulnununar geta hins vegar verið þunglyndi og/eða líkamlegir sjúkdómar. Kulnun er líka annars konar ástand en streita. Til að mynda eru einkenni streitu oftast líkamleg en einkenni kulnunar tilfinningaleg. Langvarandi streita getur þó leitt til kulnunar. Rannsóknir sýna að kulnun kemur hvað mest fyrir í störfum eins og félagsþjónustu, hjúkrun og kennslu.

Hægt er að koma í veg fyrir að kulnun eigi sér stað á vinnustöðum þar sem vandinn virðist vera aðstæðubundinn en ekki eitthvað í einstaklingum sjálfum sem hrindir þeirri atburðarás að stað. Forvarnir eru hér mjög mikilvægar til að koma í veg fyrir margra mánaða veikindaferli starfsmanns sem stríðir við kulnun og hefur neikvæð áhrif á vinnustað vegan fjarvista og skerts vinnuframlags. 

 

Officium býður upp á ráðgjöf í forvörnum varðandi kulnun í starfi og þjálfunarprógramm fyrir kennara.

 

Hringdu í síma 519-7979 eða sendu okkur póst til að fá frekari upplýsingar.