Mótun hegðunar

Við mótun hegðunar skoðum við hegðun fólks út frá sjónarmiðum félagssálfræðinnar. Margt í félagslega umhverfinu hefur áhrif á hegðun fólks og hana er því  hægt að móta að vissu leyti þannig að það nýtist vinnustaðnum með hagnýtum hætti. Þetta á við hegðun starfsmanna á vinnustöðum sem og þjónustuþega og viðskiptavinum.
 

Við notum til þess aðferð sem þróuð hefur verið með það fyrir augum að greina þann vanda sem er að hafa áhrif og finna það inngrip skv. kenningum félagssálfræðinnar og rannsóknum, sem hentar sem lausn við þeim vanda. Þetta er gert með ákveðnu þróuðu ferli með það fyrir augum að breyta hegðun til þess að hún samræmist betur þjónustu fyrirtækisins eða hegðun sem fyrirtækið telur vera ásættanlega.
 

Dæmi um inngrip:

  • Hvað er hægt að gera þegar þjónustu þegar hunsa þjónustu eða vöru?
  • Hvernig náum við til ákveðins markhóps?
  • Hvernig er hægt að fá starfsfólk til að framfylgja því sem beðið er um?
  • Hvernig er hægt að minnka fjarvistir?
  • Hvernig fáum við starfsfólkið til að endurvinna pappír?

 

Hringdu í síma 519-7979 eða sendu okkur póst til að fá frekari upplýsingar.