Námskeið

A. Stuðningshópur fyrir þolendur eineltis, þá sem eru ranglega ásakaðir um einelti og aðstandendur. Hóparnir koma saman einu sinni í viku í 6 vikur. Á milli eru 3 einstaklingsviðtöl þar sem notuð er aðferð markþjálfunar varðandi frama/vinnu (Career Coaching) og kennd bjargráð.

Aðstandendur mæta í einn stuðningstíma í lok námskeiðsins. 

 

B. Liðsheild og samskipti

Námskeið til að efla starfsandann og teymisvinnu eftir ágreining eða einelti á vinnustaðnum. Fræðsla, greining og spjall um vandann og hvað má vanda betur og aðgerðaáætlun gerð. Skýrsla með tillögum að lausnum fylgir í lokin. 

Námskeiðið er 2 dagar, 2 tíma í senn.

 

Hringdu í síma 519-7979 eða sendu okkur póst til að fá frekari upplýsingar.