Sáttamiðlun

Samkvæmt rannsóknum eru um 80% vandamála á vinnustað tengd samskiptum. Samskipti geta verið flókin og þau eru mjög mikilvæg bæði í leik og starfi. Það þarf bæði að nota mismunandi tækni í samskiptum við mismunandi fólk og við mismunandi aðstæður. Oft leiða erfið samskipti til ágreinings á vinnustað sem mikilvægt er að taka á hversu erfiður sem hann kann að vera.
 

Officium býður upp á ráðgjöf í samskiptum innan vinnustaða sem og aðstoð við sáttamiðlun (mediation). Sáttamiðlun eða samningagerð er hugtak sem notað er um samtöl sem hafa það markmið að tveir eða fleiri einstaklingar nái samkomulagi um ágreiningsefni. Unnið er út frá fjórþættu líkani í sáttaferlinu.
 

Officium gerir skýran greinarmun á ágreiningi á vinnustað og einelti og sinnir sáttamiðlun á ágreiningsmálun en aldrei í eineltismálum.

 

Hringdu í síma 519-7979 eða sendu okkur póst til að fá frekari upplýsingar.