Stjórnendamarkþjálfun

Þroski í starfi og einkalífi er öllum mikilvægur. Þeir sem viðurkenna mistök sín og velja að læra af þeim þróa sig áfram og auka tilfinningagreind sína. Slíkt ferli er öllum stjórnendum mikilvægt. Staða stjórnandans getur verið snúin og oft hefur hann fáa til að leita til ef vandamál steðja að á vinnustaðnum. Samskipti eru oft krefjandi og ýmiss konar aðstæður geta haft mikil áhrif á líðan fólks og andrúmsloftið á vinnustaðnum. 

 

Stjórnendamarkþjálfun er ekkert ólík íþróttaþjálfun þar sem íþróttamanninum er kennt að hámarka árangur sinn og ef hann er þreyttur/uppgefinn, að veita honum stuðning og hvatningu.  
 

Stjórnendamarkþjálfun hjálpar þér að taka réttar og góðar ákvarðanir, eykur samskiptafærni þína, hjálpar þér að fullnýta hæfileika þína og ná settum markmiðum. Að auki hjálpar stjórnendamarkþjálfunin þér að þroska þig í stjórnandahlutverkinu.
 

Hringdu í síma 519-7979 eða sendu okkur póst til að panta tíma eða fá frekari upplýsingar.